„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:12 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira