Fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:15 Þórdís Kolbrún vonar að allir aðiilar sýni stillingu. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fordæma árás Írana á Ísrael. Hún vonar að árásum linni tafarlaust og allir aðilar sýni stillingu. „Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“ Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Við fordæmdum þessa árás seint í gærkvöld og hvöttum þar sömuleiðis til að aðilar myndu sýna stillingu.“ Margir óttuðust viðbrögð Írana í framhaldi af árás Ísraela á ræðisskrifsstofu Írana í Damaskus í Sýrlandi í byrjun apríl. Á meðal þeirra sem létust í árásinni voru tveir íranskir herforingjar. „Það er alveg ljóst að írönsk stjórnvöld hafa lengi á þessu svæði grafið undan stöðugleika. Þessi árás er klárt viðbragð við ólöglegri árás Ísraels á ræðisskrifstofu Írans í Damaskus en með þessari beinu árás á Ísrael þá hefur Íran tekið ákveðið skref í átt að stigmögnun sem er auðvitað mjög alvarlegt og alvarleg þróun. Við bindum vonir við að árásum linni tafarlaust og að allir aðilar sýni stillingu en þetta er alvarleg þróun. Annað ríki hefur ekki ráðist með beinum hætti á Ísrael í fimmtíu ár þannig það endurspeglar vaxandi spennu á þessu svæði.“ Þá hefur utanríkisráðuneytið beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. „Við höfum í gegnum borgaraþjónustuna komið út skilaboðum. Þetta er ekki margt fólk en við höfum gert það og eins og staðan er núna höfum ekki ástæðu til að ætla að það séu sérstök vandamál eða eitthvað sem við þurfum að bregðast frekar við.“ Þórdís segir erfitt að meta hver næstu skref Ísraela verði. „Þetta er augljós vaxandi spenna og það veit ekki á gott en við verðum einfaldlega að fylgjast með hvernig næsti sólarhringur þróast.“
Ísrael Íran Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25
Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. 14. apríl 2024 09:49
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent