Þetta er í fyrsta sinn í ellefu ár sem KR vinnur tvo fyrstu leiki sína en það er líka athyglisvert að bera þessa byrjun saman við byrjun liðsins í fyrra.
Annar sigur KR í Bestu deildinni í fyrra kom nefnilega ekki fyrr en í áttunda deildarleik liðsins.
Það er líka fróðlegt að skoða það hvenær sjöunda deildarmark liðsins leit dagsins ljós sumarið 2023.
Jú það kom ekki fyrr en í tíunda leik liðsins sem var á móti Fylki í Árbænum 1. júní 2023. Sjöunda markið skoraði Jóhannes Kristinn Bjarnason í 3-3 jafntefli á móti Fylkismönnum.
Þá voru liðnar 822 mínútur af tímabili KR-inga. Þegar Benoný Breki skoraði í uppbótatíma í Garðabænum voru aftur á móti liðnar aðeins 180 mínútur af tímabili Vesturbæinga.
Það þýðir að KR-ingar voru 642 mínútum fljótari að skora sitt sjöunda mark í ár en í fyrra. Það gerir nákvæmlega tíu klukkutímum og 42 mínútum á undan KR-liðinu í mark númer sjö miðað við fyrrasumar.
Gregg Oliver Ryder hefur heldur betur tekist vel að setja saman öflugt KR-lið og undirbúa það vel fyrir baráttuna í Bestu deildinni. Þeir ná ekki aðeins í stigin heldur skemmta stuðningsmönnum sínum með fullt af mörkum líka.
- Mínútur hjá KR til að skora mark númer sjö
- 2024: 180 mínútur
- 2023: 822 mínútur
- 2022: 402 mínútur
- 2021: 368 mínútur
- 2020: 369 mínútur
- -
- Leikir hjá KR til að vinna annan siguruinn
- 2024: 2 leikir
- 2023: 8 leikir
- 2022: 5 leikir
- 2021: 5 leikir
- 2020: 3 leikir