Erlent

For­sætis­ráð­herra Singa­púr segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Lee Hsien Loong hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2004.
Lee Hsien Loong hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2004. AP

Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Signapúr, hefur ákveðið að segja af sér og mun Lawrence Wong, sem gegnt hefur embætti aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra, taka við stöðunni.

Hinn 51 árs Wong verður settur í embætti 15. maí næstkomandi að því er fram kemur í færslu Lee á samfélagsmiðlum í morgun. Hinn 72 ára Lee hvatti í færslunni íbúa Singapúr að styðja vel við bakið á Wong.

Lee tilkynnti á síðasta ári að hann myndi láta af embætti á þessu ári og hafði þá nefnt að Wong myndi taka við. Upphaflega hafði Lee ætlað að hætta fyrir tveimur árum, en ekkert varð þó af því þá vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Lee Hsien Loong hefur gegnt embætti forsætisráðherra Singapúr frá árinu 2004. Hann er sonur Lee Kuan Yew, sem var fyrsti forsætisráðherra landsins en hann gegndi embættinu frá 1959 til 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×