Vésteinn harmar aðferðir við nýja heimsmetið: „Skjóta sig í fótinn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 14:30 Mykolas Alekna er nýr heimsmethafi en Vésteinn Hafsteinsson vill að heimsmet falli á stórmótum frekar en úti á engi. Samsett/Getty/Arnar Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, er ekki hrifinn af því með hvaða hætti Litháinn Mykolas Alekna bætti heimsmetið í kringlukasti um helgina – metið sem hafði staðið lengst í frjálsum íþróttum karla. Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira