Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 12:03 Donald Trump á sakabekk í réttarsalnum á Manhattan í New York í gær. AP/Jabin Botsford Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40