Greitt fyrir aðgengi andstæðinga þungunarrofs inn á heilbrigðismiðstöðvar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 07:11 „Veljum lífið“ var yfirskrift mótmælagöngu sem farin var í Róm í fyrra, þar sem fólk hélt meðal annars á skiltum þar sem sagði að þungunarrof jafngilti barnsmorði. epa/Massimo Percossi Neðri deild ítalska þingsins samþykkti í gær frumvarp ríkisstjórnar Giorgiu Meloni sem meðal annars heimilar andstæðingum þungunarrofs aðgengi að heilbrigðismiðstöðvum þar sem veittar eru upplýsingar um þjónustuna. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof. Ítalía Þungunarrof Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof.
Ítalía Þungunarrof Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira