Greitt fyrir aðgengi andstæðinga þungunarrofs inn á heilbrigðismiðstöðvar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 07:11 „Veljum lífið“ var yfirskrift mótmælagöngu sem farin var í Róm í fyrra, þar sem fólk hélt meðal annars á skiltum þar sem sagði að þungunarrof jafngilti barnsmorði. epa/Massimo Percossi Neðri deild ítalska þingsins samþykkti í gær frumvarp ríkisstjórnar Giorgiu Meloni sem meðal annars heimilar andstæðingum þungunarrofs aðgengi að heilbrigðismiðstöðvum þar sem veittar eru upplýsingar um þjónustuna. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof. Ítalía Þungunarrof Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deild þingsins. Hægri flokkar á Ítalíu hafa unnið að því síðustu misseri að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs og í sumum héruðum hefur aðgengi að þungunarrofslyfjum verið takmarkað. Þungunarrof var gert löglegt árið 1978. Meloni hefur heitið því að umræddum lögum verði ekki breytt en samkvæmt umfjöllun Guardian er að verða sífellt erfiðara að nálgast þjónustuna, þar sem mikill fjöldi lækna neitar að framkvæma þungunarrof af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum. Samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 neita um 63 prósent kvensjúkdómalækna að framkvæma þungunarrof. Aðstoðarforsætisráðherrann Antonio Tajani segir að þrátt fyrir að það standi ekki til að breyta lögunum um þungunarrof megi ekki gera það ólöglegt að vera á móti þeim. Stjórnarandstæðingar segja lögin um aðgengi andstæðinga þungunarrofs að heilbrigðismiðstöðvunum hins vegar árás gegn frelsi kvenna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu sagði Jacopo Coghe, talsmaður Pro Vita, sem eru stærstu samtök andstæðinga þungunarrofs, að samtökin hefðu ekki í hyggju að standa fyrir því að farið væri inn á umræddar heilbrigðismiðstöðvar. Þær ættu hins vegar að snúa sér að upprunalegum tilgangi sínum; að aðstoða konur við að finna önnur úrræði en þungunarrof.
Ítalía Þungunarrof Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira