Stuðningur úr óvæntri átt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2024 09:00 „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun