Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 13:41 Það er ekki vinsælt þegar Emerson kemur sér fyrir á umferðargötum. Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni. Kanada Dýr Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni.
Kanada Dýr Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira