Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra, mun svo ávarpa þingið klukkan 13:30 og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Framsóknar í borginni, klukkan 13:45.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Flokksþingið hófst Á Hilton Reykjavík Nordica í morgun og verður slitið klukkan 17 á morgun. Er yfirskrift flokkþingsins að þessu sinni „Kletturinn í hafinu“.
Flokksþing Framsóknarmanna hefur æðsta vald í málefnum flokksins, ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum og setur flokknum lög.