„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. apríl 2024 07:00 Ásgeir Kolbeinsson sýnir lesendum Vísis hina hliðna þessa vikuna. Vilhelm Gunnarsson „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. Ásgeir er landsmönnum að góðu kunnur meðal annars fyrir áralangan feril í fjölmiðlum, ásamt því að hafa komið víða við í viðskiptalífinu. Ásgeir sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Ásgeir og sambýliskona hans Hera Gísladóttir.Aðsend Fullt nafn? Ásgeir Kolbeinsson Aldur? 49 ára Starf? Úff...líklega besta/versta heitið sem ég hef fengið er athafnamaður. Ég er að vinna í mjög skemmtilegu verkefni núna varðandi Orkugreiningu og er hægt að kynna sér allt um það á orkugreining.is Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með Heru Gísladóttur, syni okkar Alexander Loga og Ívan Degi sem ég á úr fyrra sambandi. Svo á ég einnig soninn Eyþór Mána. Hvað er á döfinni? Orkugreining.is er framundan næstu mánuði, og er ég svo heppinn að hafa fengið það verkefni upp í hendurnar. Ég elska að hafa mikið fyrir stafni og mörg járn í eldinum, en svo þarf að passa uppá að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífsins, sem mér finnst ég í dag vera kominn með meiri stjórn á. Aðsend Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín, konan mín, fjölskyldan og vinir mínir. Þetta hljómar kannski klisjulega en þetta er nú samt bara staðan. Ég á æðislega foreldra, fjölskyldu og vini og er alveg óhætt að segja að það sé ekki hægt að vera heppnari í lífinu en með það frábæra fólk. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég stunda líkamsrækt 4-5x í viku. Er í einkaþjálfun hjá Elmari í Sporthúsinu sem er eitthvað annað góður þjálfari. Svo er ég byrjaður að stunda hugleiðslu og öndun sem maður gerir því miður ekki nóg af. Og svo er það MATUR. Já þegar ég segi matur þá það ekki eitthvað unnið drasl og tilbúið í pökkum, eða næringarsnauður skyndibiti heldur elda ég og fjölskyldan mest allt frá grunni flesta daga vikunnar. Auðvitað er ég ekki superhuman og fæ mér skyndibita öðru hvoru eins og hamborgara og pizzu. En fólk á yfir höfuð að reyna að halda sig við að borða bara það sem hefur færri en 5 innihaldsefni á umbúðunum. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Held að Ásberg sé líklega fallegasti staður Íslands. Það er eins og að vera í ævintýramynd að vera þar inni, en svo hef ég því miður ekki ferðast til þeirra staða erlendis sem ég veit að eiga eftir að bætast á þennan lista, en Ítalía hefur samt fram að þessu vinninginn. Ótrúlega margt fallegt þar. Aðsend Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er mjög meðvitaður um heilsu mína og þegar ég finn að ég er að vinna of mikið eða hreinlega gera of mikið ýti ég á pásu takkann. Fer þá í heitt bað, fyrr að sofa, legg mig yfir daginn og reyni að slaka meira á í gufu og/eða heitum pottum. Það er nauðsynlegt að hlusta á líkamann og fara eftir þeim skilaboðum sem þaðan koma. Líkaminn veit alltaf hvað er best fyrir þig. Hvað hefur mótað þig mest? Mótlæti. Eins erfitt og það getur verið að ganga í gegnum það, er það mesti skólinn. Þetta er í raun ekkert flókið. Það þarf að smakka það súra til að kunna að meta það sæta. Ekki leggjast niður og vorkenna sjálfum sér þegar á móti blæs, heldur staldraðu við og hugsaðu, hvað get ég tekið jákvætt og uppbyggilegt út úr þessu og hvernig held ég áfram. Hvað ertu að hámhorfa á? Alveg ferlega góða þætti sem heita Death‘s Game og eru á Amazon Prime. Fá 8.6 á IMDB svo já þeir eru heldur betur í lagi. Þeir eru kóreiskir og með enskum texta. Fyrir fólk sem nennir ekki að hlusta á annað tungumál en ensku þá hættir maður fljótt að spá í því. Mjög áhugavert plott sem mun svo sannarlega fá fólk til að hugsa um hvar það er statt í lífinu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Svona miðað við það sem ég hef lesið og séð, þá held ég að það væri hægt að smíða rosalegan sunnudag á Balí. Vakna við fuglasöng, fá sér kaffi og njóta einhvers rosalegs útsýnis. Fara í nudd, yoga, slökun og svona u.þ.b allt sem lætur manni líða vel. Borða geggjaðan hreinan mat og drekka einhverja töfradrykki. Enda svo á að sitja um kvöldið við bálköst á fallegri strönd og þakka fyrir einhvern alveg súper magnaðan dag með sínu allra besta fólki. Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það er svo rosalega margt. Ég ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu til að sjá heiminn, hitta fólk og láta gott af sér leiða. Já ég er með nokkur stór mál sem mig hefur dreymt um að verði að veruleika og þau munu verða það. Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er massa göldróttur.....en nei nei, ég veit ekki hvort það er hæfileiki að geta hreyft eyrun, en já það er nú held ég bara það. Fæ nú varla vinnu í Sirkus með það eitt og sér. Hvaða tungumál talarðu? Ég er enginn tungumálakall. Ég tala því bara góða ensku. Væri samt rosalega til í að kunna fleiri tungumál. Þetta var bara svo hundleiðinlega kennt í skóla að áhuginn varð lítill sem enginn að læra tungumál. En Spænska, þýska, franska, ítalska og japanska væri klárlega eitthvað sem mætti hlaða upp í minnisbankann hjá mér svona eins og var gert í Matrix. Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það er líklega heilræðið sem pabbi minn gaf mér þegar ég var yngri og hef ég notast við það síðan. Þá sagði hann við mig. Ásgeir minn, ef þú getur breytt eða gert eitthvað í þessu vandamáli þá gerðu það, ef ekkert er hægt að gera í þessu eða þú færð því ekki breytt þá er algjör óþarfi að eyða tímanum í að hugsa um þetta frekar, því það mun ekki breyta niðurstöðunni og bara valda þér óþarfa hugsunum. Þetta var í raun æðruleysisbænin, nema sett fram á skiljanlegri hátt fyrir unga Ásgeir. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer fram á bað, læt vatnið í krananum verða ískalt. Dýfi andlitinu svo ofan í það í svona 40-60sek, ber svo á mig dagkrem og drekk 0,5L af ísköldu vatni. Ískalt er til að virkja kerfið og í raun setja smá sjokk í það, vegna þess að þá keyrist það hraðar í gang. Svona 10 mínútum síðar fæ ég mér rjúkandi heitan expresso. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Segi góða nótt við konuna mína og Alex Loga sem oftast er þá búinn að troða sér upp í rúm til okkar og segi þeim að ég elski þau. Fyrsti kossinn? Það var einhver hörmung fyrir utan skólaball í Ölduselsskóla. Hvað ertu eigilega að rifja þetta upp. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Þú ert flottastur, hjarta og partý hatturinn. Aðsend Leður eða strigaskór? Bæði. Ef það er Leður, þá er það samt í svona strigaskóa stíl. Ég nenni rosalega lítið að kaupa skó eða föt yfir höfuð og því ef ég dett niður á eitthvað sem er þægilegt, þá kaupi ég jafnvel tvenn pör af því til að eiga. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það er nú ekki svo langt síðan. Bara í síðustu viku. Besti vinur minn var bráðkvaddur í fyrra og þarf því oft ekki mikið til þegar ég tala um hann eða við konuna hans og börn. Annars fór í um daginn í svakalega slökun og öndun sem losaði greinilega um einhverja spennu sem var frábært, því ég lá bara á dýnu á gólfinu og allt í einu fóru tárin bara að streyma án þess að ég hefði verið að hugsa um neitt, og mér leið eins og endurnærðum á eftir. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er sófinn úti við glugga. Þar byrja ég og Hera alla daga á því að fá okkur kaffi, spjalla saman í svona 30 mín, horfa út um gluggann og njóta þess að eiga stund saman. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Wake me up með Avicii. Ertu A eða B týpa? Ég er einhver Hybrid útgáfa með Camoflage eiginleika, bæði A og B. Mér finnst oft frábært að vinna á kvöldin þegar allt er komið í ró og ekkert áreiti, en mér finnst líka frábært að fara snemma að sofa og vakna þá áður en haninn galar og vera þannig sömuleiðis laus við allt áreiti. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei og ég er ekkert viss um að ég þurfi hann. Ég reyni að gera það sem mig langar til í lífinu og njóta þess að vera með skemmtilegu fólki, gera skemmtilega hluti og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Ásgeir er landsmönnum að góðu kunnur meðal annars fyrir áralangan feril í fjölmiðlum, ásamt því að hafa komið víða við í viðskiptalífinu. Ásgeir sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Ásgeir og sambýliskona hans Hera Gísladóttir.Aðsend Fullt nafn? Ásgeir Kolbeinsson Aldur? 49 ára Starf? Úff...líklega besta/versta heitið sem ég hef fengið er athafnamaður. Ég er að vinna í mjög skemmtilegu verkefni núna varðandi Orkugreiningu og er hægt að kynna sér allt um það á orkugreining.is Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með Heru Gísladóttur, syni okkar Alexander Loga og Ívan Degi sem ég á úr fyrra sambandi. Svo á ég einnig soninn Eyþór Mána. Hvað er á döfinni? Orkugreining.is er framundan næstu mánuði, og er ég svo heppinn að hafa fengið það verkefni upp í hendurnar. Ég elska að hafa mikið fyrir stafni og mörg járn í eldinum, en svo þarf að passa uppá að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífsins, sem mér finnst ég í dag vera kominn með meiri stjórn á. Aðsend Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín, konan mín, fjölskyldan og vinir mínir. Þetta hljómar kannski klisjulega en þetta er nú samt bara staðan. Ég á æðislega foreldra, fjölskyldu og vini og er alveg óhætt að segja að það sé ekki hægt að vera heppnari í lífinu en með það frábæra fólk. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég stunda líkamsrækt 4-5x í viku. Er í einkaþjálfun hjá Elmari í Sporthúsinu sem er eitthvað annað góður þjálfari. Svo er ég byrjaður að stunda hugleiðslu og öndun sem maður gerir því miður ekki nóg af. Og svo er það MATUR. Já þegar ég segi matur þá það ekki eitthvað unnið drasl og tilbúið í pökkum, eða næringarsnauður skyndibiti heldur elda ég og fjölskyldan mest allt frá grunni flesta daga vikunnar. Auðvitað er ég ekki superhuman og fæ mér skyndibita öðru hvoru eins og hamborgara og pizzu. En fólk á yfir höfuð að reyna að halda sig við að borða bara það sem hefur færri en 5 innihaldsefni á umbúðunum. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Held að Ásberg sé líklega fallegasti staður Íslands. Það er eins og að vera í ævintýramynd að vera þar inni, en svo hef ég því miður ekki ferðast til þeirra staða erlendis sem ég veit að eiga eftir að bætast á þennan lista, en Ítalía hefur samt fram að þessu vinninginn. Ótrúlega margt fallegt þar. Aðsend Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er mjög meðvitaður um heilsu mína og þegar ég finn að ég er að vinna of mikið eða hreinlega gera of mikið ýti ég á pásu takkann. Fer þá í heitt bað, fyrr að sofa, legg mig yfir daginn og reyni að slaka meira á í gufu og/eða heitum pottum. Það er nauðsynlegt að hlusta á líkamann og fara eftir þeim skilaboðum sem þaðan koma. Líkaminn veit alltaf hvað er best fyrir þig. Hvað hefur mótað þig mest? Mótlæti. Eins erfitt og það getur verið að ganga í gegnum það, er það mesti skólinn. Þetta er í raun ekkert flókið. Það þarf að smakka það súra til að kunna að meta það sæta. Ekki leggjast niður og vorkenna sjálfum sér þegar á móti blæs, heldur staldraðu við og hugsaðu, hvað get ég tekið jákvætt og uppbyggilegt út úr þessu og hvernig held ég áfram. Hvað ertu að hámhorfa á? Alveg ferlega góða þætti sem heita Death‘s Game og eru á Amazon Prime. Fá 8.6 á IMDB svo já þeir eru heldur betur í lagi. Þeir eru kóreiskir og með enskum texta. Fyrir fólk sem nennir ekki að hlusta á annað tungumál en ensku þá hættir maður fljótt að spá í því. Mjög áhugavert plott sem mun svo sannarlega fá fólk til að hugsa um hvar það er statt í lífinu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Svona miðað við það sem ég hef lesið og séð, þá held ég að það væri hægt að smíða rosalegan sunnudag á Balí. Vakna við fuglasöng, fá sér kaffi og njóta einhvers rosalegs útsýnis. Fara í nudd, yoga, slökun og svona u.þ.b allt sem lætur manni líða vel. Borða geggjaðan hreinan mat og drekka einhverja töfradrykki. Enda svo á að sitja um kvöldið við bálköst á fallegri strönd og þakka fyrir einhvern alveg súper magnaðan dag með sínu allra besta fólki. Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það er svo rosalega margt. Ég ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu til að sjá heiminn, hitta fólk og láta gott af sér leiða. Já ég er með nokkur stór mál sem mig hefur dreymt um að verði að veruleika og þau munu verða það. Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er massa göldróttur.....en nei nei, ég veit ekki hvort það er hæfileiki að geta hreyft eyrun, en já það er nú held ég bara það. Fæ nú varla vinnu í Sirkus með það eitt og sér. Hvaða tungumál talarðu? Ég er enginn tungumálakall. Ég tala því bara góða ensku. Væri samt rosalega til í að kunna fleiri tungumál. Þetta var bara svo hundleiðinlega kennt í skóla að áhuginn varð lítill sem enginn að læra tungumál. En Spænska, þýska, franska, ítalska og japanska væri klárlega eitthvað sem mætti hlaða upp í minnisbankann hjá mér svona eins og var gert í Matrix. Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það er líklega heilræðið sem pabbi minn gaf mér þegar ég var yngri og hef ég notast við það síðan. Þá sagði hann við mig. Ásgeir minn, ef þú getur breytt eða gert eitthvað í þessu vandamáli þá gerðu það, ef ekkert er hægt að gera í þessu eða þú færð því ekki breytt þá er algjör óþarfi að eyða tímanum í að hugsa um þetta frekar, því það mun ekki breyta niðurstöðunni og bara valda þér óþarfa hugsunum. Þetta var í raun æðruleysisbænin, nema sett fram á skiljanlegri hátt fyrir unga Ásgeir. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer fram á bað, læt vatnið í krananum verða ískalt. Dýfi andlitinu svo ofan í það í svona 40-60sek, ber svo á mig dagkrem og drekk 0,5L af ísköldu vatni. Ískalt er til að virkja kerfið og í raun setja smá sjokk í það, vegna þess að þá keyrist það hraðar í gang. Svona 10 mínútum síðar fæ ég mér rjúkandi heitan expresso. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Segi góða nótt við konuna mína og Alex Loga sem oftast er þá búinn að troða sér upp í rúm til okkar og segi þeim að ég elski þau. Fyrsti kossinn? Það var einhver hörmung fyrir utan skólaball í Ölduselsskóla. Hvað ertu eigilega að rifja þetta upp. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Þú ert flottastur, hjarta og partý hatturinn. Aðsend Leður eða strigaskór? Bæði. Ef það er Leður, þá er það samt í svona strigaskóa stíl. Ég nenni rosalega lítið að kaupa skó eða föt yfir höfuð og því ef ég dett niður á eitthvað sem er þægilegt, þá kaupi ég jafnvel tvenn pör af því til að eiga. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það er nú ekki svo langt síðan. Bara í síðustu viku. Besti vinur minn var bráðkvaddur í fyrra og þarf því oft ekki mikið til þegar ég tala um hann eða við konuna hans og börn. Annars fór í um daginn í svakalega slökun og öndun sem losaði greinilega um einhverja spennu sem var frábært, því ég lá bara á dýnu á gólfinu og allt í einu fóru tárin bara að streyma án þess að ég hefði verið að hugsa um neitt, og mér leið eins og endurnærðum á eftir. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er sófinn úti við glugga. Þar byrja ég og Hera alla daga á því að fá okkur kaffi, spjalla saman í svona 30 mín, horfa út um gluggann og njóta þess að eiga stund saman. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Wake me up með Avicii. Ertu A eða B týpa? Ég er einhver Hybrid útgáfa með Camoflage eiginleika, bæði A og B. Mér finnst oft frábært að vinna á kvöldin þegar allt er komið í ró og ekkert áreiti, en mér finnst líka frábært að fara snemma að sofa og vakna þá áður en haninn galar og vera þannig sömuleiðis laus við allt áreiti. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei og ég er ekkert viss um að ég þurfi hann. Ég reyni að gera það sem mig langar til í lífinu og njóta þess að vera með skemmtilegu fólki, gera skemmtilega hluti og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00