Týndi Super Bowl hringnum sínum: Grín sem endaði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 11:30 Jason Kelce setti skóna upp á hillu á dögunum og vinnur því ekki fleiri Super Bowl hringa sem leikmaður. Getty/Tim Nwachukwu Ameríski fótboltamaðurinn Jason Kelce lagði skóna á hilluna eftir síðasta NFL-tímabil en í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Kelce bræðra kom fram að hann hefur týnt verðmætasta minningargripnum sínum frá ferlinum. Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024 NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira