Heilbrigðiskerfi Íslands – horfum til framtíðar Egill Steinar Ágústsson skrifar 18. apríl 2024 10:00 Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun