Skoðun

Kjósum Helgu Þóris­dóttur

Ragnheiður Stefánsdóttir skrifar

Helga Þórisdóttir er glæsilegur frambjóðandi, vel menntuð og með starfsferil sem sannar hæfni hennar og fjölbreytta getu. Hún er menningarlega sinnuð; hún er tungumálamanneskja með heillandi framkomu og yrði sómi þjóðarinnar inn á við og út á við. Helga þekkir bæði tækifæri tækninnar og ógnir – og hefur jafnframt jarðtenginu sem lögfræðingur.

Helga hefur sannað leiðtogahæfileika sína og staðfestu sem merkisberi persónuverndar og mannréttinda. Hennar einkenni eru heiðarleiki og réttsýni.

Það skiptir máli að forsetinn sé ópólitískur – því að á ákveðnum augnablikum í sögu þjóðarinnar getur hann staðið í miðju valdakerfisins og þá þarf hann að vera óháður til vinstri og hægri. Af því að hann á að taka sjálfstæðar ákvarðanir, gera rétt, en þola ekki órétt. Eins og Helga hefur staðið vaktina í persónuverndarmálunum.

Höfundur er mannauðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Um dánaraðstoð

Steinunn Þórðardóttir,Oddur Steinarsson,Thelma Kristinsdóttir,Katrín Ragna Kemp,Magdalena Ásgeirsdóttir,Margrét Ólafía Tómasdóttir,Ragnar Freyr Ingvarsson,Teitur Ari Theodórsson,Theódór Skúli Sigurðsson skrifar

Skoðun

Hún

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×