Sport

Hlauparinn sem fékk að vinna fær ekki að halda sigrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
He Jie er stór hlaupastjarna í Kína og á kínverska metið í maraþonhlaupi. Sigur hans í hálfmaraþoni í Peking þótti grunsamlegur og nú hefur hann verið tekinn af honum.
He Jie er stór hlaupastjarna í Kína og á kínverska metið í maraþonhlaupi. Sigur hans í hálfmaraþoni í Peking þótti grunsamlegur og nú hefur hann verið tekinn af honum. Getty/Zhizhao Wu

Kínverska hlauparanum sem var hleypt fram úr á lokaspretti Peking hálfmaraþonsins á dögunum fær ekki að halda sigrinum.

He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins.

Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita.

Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá.

Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust.

„Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali.

Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×