Af hverju Helgu Þórisdóttur? Haukur Arnþórsson skrifar 19. apríl 2024 13:02 Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar