„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 22:59 Arnar gengur vonsvikinn frá Erlendi Eiríkssyni sem var nýbúinn að spjalda hann vísir / PAWEL Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. „Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi. Besta deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi.
Besta deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira