Körfubolti

„Við treystum á Remy og guð í kvöld“

Stefán Marteinn skrifar
Pétur Ingvarsson og Remy Martin.
Pétur Ingvarsson og Remy Martin. Vísir/Hulda Margrét

„Við hittum úr stórum skotum og náðum stoppum varnarlega. Það var kannski munurinn á þessu, sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans menn komust 2-1 yfir í einvígi sínu við Álftanes í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Það var jafnræði með þessu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem bæði lið skiptust á áhlaupum.

„Þeir byrjuðu hörku vel og hittu vel. Í öðrum leikhluta þá héldum við bara áfram og reyndum að ná þessu upp í okkar leik en þeir eru ekkert að fara gefast upp.“

Hvað gerist á lokakaflanum hjá Keflavík?

„Við bara treystum Remy (og guð í kvöld þannig það var ágætis blanda.“

Það var mikið um tæknivillur hjá Keflavík í kvöld og sagði Pétur að þær liti vissulega illa úr fyrir sína menn en þeir væru að reyna spila körfubolta eftir FIBA reglum.

„Þetta er kannski meira þeir að gera árásir á okkur og við erum að reyna hefna. Þetta lítur bara illa út fyrir okkur. Vonandi komum við bara meira tilbúnir í næsta leik að taka á móti hörkunni sem að þeir eru að sýna.“

„Við erum að reyna spila körfubolta hérna eftir FIBA-reglum. Dómararnir verða bara að halda FIBA-reglunum gangandi og ef að það er gert þá erum við betri en þeir en ef að þetta á að fara út í einhverjar handboltareglur þá eiga þeir möguleika,“ sagði Pétur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×