Fyrirliði Íslands Helena Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2024 10:30 Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu. Margir telja að það besta við íþróttir sé það að sigrar byggja yfirleitt á verðleikum sigurliðsins. Yfirleitt eru það bestu liðin eða hæfustu einstaklingar sem vinna. Við erum almennt sammála um að það sé sanngjarnt, svona þegar mesta kappið er runnið af okkur ef okkar fólk hefur tapað. Við berum nefnilega virðingu fyrir þeim sem hafa náð að standa framar en okkar fólk. Þess vegna viljum við að bestu leikmennirnir séu valdir í landsliðið. Og það er ekki bara sanngjarnt að hæfasti leiðtoginn sé fyrirliði, heldur er það sjálfsagt. Fyrr í vikunni þá líkti forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr forsetakosningum við fótboltaleik til að undirstrika hversu ósanngjarnt það væri fyrir hann og aðra frambjóðendur að Katrín Jakobsdóttir væri í framboði. Hann sagði að það væri eins og það væri leikur í öðrum flokki í fótbolta og svo mætti bara atvinnumaður úr meistaraflokki og ákvæði að taka þátt. Ég get alveg tekið undir með Jóni að það sé ekki sanngjarnt að leikmenn í öðrum flokki þurfi að keppa við leikmenn í meistaraflokki, þó ég haldi reyndar að þeir hefðu bara gagn og gaman af því. Hins vegar, þá er ég algjörlega ósammála Jóni um að forsetakosningar eigi að vera eins og keppni í öðrum flokki. Þær eiga að vera í meistaraflokki. Við erum kjósa okkur þjóðhöfðingja. Þá er ekki bara sanngjarnt fyrir okkur sem þjóð heldur sjálfsagt að við fáum að velja úr okkar besta fólki. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni að Katrín er fremst í hópi glæsilegra frambjóðenda. Hún hefur reynsluna, hæfnina, persónuleikann og sýnina sem þarf til að vera frábær forseti – fyrirliði Íslands. Höfundur er framhaldsskólakennari og þáttarstjórnandi á Stöð 2 Sport.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun