„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 23:42 Sabine Leskopf harmar að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði með ályktun sinni. Vísir/Samsett Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart. Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart.
Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51