Frelsið til að vera ég Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2024 16:01 Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar