Swans Gmunden er ríkjandi meistari og endaði í efsta sæti deildarinnar. Þeir þykja afar sigurstranglegir og það kom því fáum á óvart hversu létt þeir fóru með fyrsta leik úrslitakeppninnar.
Orri skilaði fínu framlagi í leiknum, 6 stig, 5 stoðsendingar og 1 frákast.
Liðin mætast aftur á þriðjudag og fimmtudag. Þrjá sigra þarf til að vinna einvígið.