Lífið

Stjörnulífið: „Þá er maður bara að sigla inní 17. mánuðinn á þessari með­göngu“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Í Stjörnulífinu á Vísi er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Í Stjörnulífinu á Vísi er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Það birti svo sannarlega yfir skemmtanalífinu um helgina þegar sólin heiðraði landsmenn með nærveru sinni. Liðin vika var svo afar viðburðarrík hjá stjörnum landsins og báru árshátíðir stórfyrirtækja og utanlandsferðir þar hæst. 

Árshátíðir fyrirtækja á borð við RÚV, S4S, Krónunnar, Ölgerðarinnar, Landsbankans, 1912 og Póstsins voru haldnar með glæsibrag um helgina með tilheyrandi skemmtun. 

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem RÚV-arar birtu á samfélagsmiðlum. Árshátíð RÚV var haldin á Hvalasafninu sem vakti mikla lukku meðal gesta.

Glamrokk-þema

Erna Hrund Hermannsdóttir skemmti sér vel á árshátíð Ölgerðinnar sem var haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þema kvöldsins var Glamrock og klæddi Erna Hrund og Jón Kristófer kærastinn hennar sig upp sem raunveruleikastjörnurnar, Kourtney Kardashian og Travis Barker, oft þekkt sem Kravis.

Tónleikar í Köben

Tónlistarkonan Bríet hélt tónleika fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Ítalíu-draumur

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir birti glæsilega mynd af sér þar sem hún er stödd við Como-vatn á Ítalíu. 

Skvísur í bústað

Skvísurnar í LXS hlóðu batteríin og nutu helginnar í bústað á Þingvöllum.

Jóhanna Helga beraði bumbuna í sólinni í svetinni. 

Pönnukökur á sunnudegi

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró, nærði andlegu hliðina á sunnudag og bakaði meðal annars pönnukökur fyrir fjölskylduna.

Forsetahjónin skila kveðju frá Edinborg

„Við Guðni fórum í viðburðaríka ferð til Skotlands,“ skrifar Elisa Reid forsetafrú við mynd af henni og Guðna Th. Jóhannessyni í Skotlandi.

Klæðnaður í stíl við eyjuna

Móeiður Lárusdóttir sumarleg í stíl við húsin í Grikklandi.

Telur niður dagana

Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir telur niður dagana í dótturina. „Jæja þá er maður bara að sigla inní 17.mánuðinn á þessari meðgöngu.“

Turtildúfur 

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans Antonio áttu rólegan og rómantískan sunnudag.

Nýtt lag og myndband 

Tónlistarmaðurinn Aron Can frumsýndi myndband við lagið Monní.

Sextán ára!

Brynja Dan skrifaði fallega og einlæga afmæliskveðju til sonar síns í tilefni af 16 ára afmæli hans.

„Þennan dag fékk ég loks að gefa það sem ég þráði að fá. Skilyrðislausa ást, umhyggju, öryggi og hlýju. Það finna það allir sem fá að eiga þig að í lífinu hvað þú ert klár, hlýr, duglegur, hjálpsamur og góður við allt og alla.“


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Páskafrí og veðurtepptir Íslendingar

Páskarnir eru að baki með tilheyrandi súkkulaðiáti og notalegheitum. Fjölmargir nutu páskanna erlendis á meðan aðrir skelltu sér til Ísafjarðar á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður.

Stjörnulífið: Hlustendaverðlaunin, ferðalög og afmælisgleði

Liðin vika var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Hlustendaverðlaunin og plötuútgáfur báru þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða dilla mjöðmunum í austurrísku Ölpunum.

Stjörnulífið: Binni Glee fær ekki nóg af Laufeyju

Viðburðarík vika er nú að baki og báru árshátíðir og tónleikar Laufeyjar Lín í Hörpu þar hæst. Þá nýttu margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður okkur í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.