Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 15:27 Trump á leið í dómsal á Manhattan í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30