Dæmd í bann eftir að ljúga til um krabbamein til að sleppa við bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 07:00 Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann. Ezra Shaw/Getty Images Langhlauparinn Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann eftir að þónokkur bannefni fundust í lyfjaprófi sem hún tók. Faðir hennar, Samir, sagði að ástæðan væri sú að hún hefði verið í lyfjameðferð við krabbameini undanfarið ár. Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira