Af hverju að gera rekstraráætlun? Karl Sólnes Jónsson skrifar 23. apríl 2024 13:00 Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun