Hefur allt sem þarf Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 13:31 Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun