Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 16:47 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á í vök að verjast á þinginu en gríðarleg andstaða er við frumvarp sem hún mælti fyrir í dag og er því fundið flest til foráttu. vísir/vilhelm Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent