Vinsældir Duplantis í Kína eins og Taylor Swift sé mætt á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í Xiamen þegar hann stökk yfir 6,25 metra. Getty/DI YIN Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis setti nýtt heimsmet á Demantamóti í Kína um helgina og það er óhætt að segja að Kínverjar séu hrifnir af sænsku stjörnunni. Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti