„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 15:01 Jaka Brodnik lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í Forsetahöllinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira