Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2024 19:41 Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, til heildarlöggjafar um lagareldi, nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis og er mjög viðamikið. vísir/vilhelm Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. Frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi, sem nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis er mjög viðamikið. Flestir eru sammála á þörfinni fyrir heildarlöggjöf um starfsemina sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Mest er deilt um sjókvíareldi á laxi, sem Landsamband veiðifélaga og fleiri óttast að ógni íslenska laxastofninum. Margir gagnrýna einnig að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíareldis ótímabundið. Á þessu korti sjást afmörkuð svæði þar sem sjókvíareldi verður bannað.Grafík/Hjalti Hér verður tiplaðá stóru í frumvarpinu enda ekki hægt að gera því öllu skil í stuttri frétt. Í fyrsta lagi verður sjókvíareldi bannað á stórum svæðum við Faxaflóa og Breiðafjörð vestanlands. Á Norðurlandi við Húnaflóa og Skagafjörð, við Eyjarfjörð, sem og á svæði milli Skjálfanda og Tjörness og svæði við Öxarfjörð. Þá verður eldi einnig bannað á stóru svæði Norðaustanlands. Aðeins verður leyft að ala eina kynslóð af fiski í einu áhverju svæði og skylt að hvíla svæðin í tiltekin tíma þar á eftir. Í 24. greininni er tekið fram að smitvarnarsvæði, eða eldissvæði, skuli úthlutað með útboði og að úthlutun svæðanna myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir svæðunum eða heimild til eldis. Sjókvíareldi í Berufirði við Djúpavog. Vísir/Vilhelm Í 33. grein er hins vegar tekið fram að rekstrarleyfi til sjókvíareldis verði ótímabundið, og það er þetta ákvæði sem veldur hvað mestum deilum. Þeir sem nú þegar hafa leyfi til 16 ára samkvæmt núgildandi lögum fengju væntanlega ótímabundna framlengingu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm „Það er talið standast betur stjórnarskrárbundin réttindi um meðlhóf. Að mér er tjáð þá væri hæpnara að beita jafn ströngum viðurlögum og frumvarpið er í rauninni að leggja til ef ofan á tímabundið leyfi, sem telst í sjálfu sér vera íþyngjandi," segir Bjarkey Olsen sem talar frá alþjóðlegri sjávarútvegssýningu í Barcelona. Í 39. grein er rekstrarleyfishöfum heimilt að flytja laxamagn á milli svæða. Þeim verður einnig heimilt að framselja laxahlut til annarra leyfishafa og skulu þá greina frá kaup- eða leiguverði. Leyfishafi getur einnig veðsett rekstrarleyfi sitt og laxahlut. „Áður en Vinstri græn komu í þetta ráðuneyti var búið að úthluta öllum þessum laxaleyfum. Það er auðvitað heimilt að selja leyfin á milli aðila innan sama svæðis. Við verðum að átta okkur á því. Þú getur ekki selt á milli Austfjarða og Vestfjarða til dæmis," segir matvælaráðherra. „Ég lít ekki svo á að í rauninni sé um varanlega nýtingu auðlindarinnar að ræða. Heldur sé þetta leyfi sem hægt er í rauninnni að grípa inn í hvenær sem er.“ Greinin sé að vaxa hratt og fyrirtækin að fjárfesta og rétt að gefa þeim svigrúm til þess. „Auðlindagjald er ekki útilokað í mínum huga og hefur aldrei verið," segir Bjarkey Olsen. En fiskeldisgjaldið sem innheimt er væri framleiðslugjald og því í raun auðlindagjald. En samkvæmt fjármálaáætlun sé greinin nú þegar að greiða meira til ríkisins en aðrar greinar. Sjókvíaeldi Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi, sem nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis er mjög viðamikið. Flestir eru sammála á þörfinni fyrir heildarlöggjöf um starfsemina sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Mest er deilt um sjókvíareldi á laxi, sem Landsamband veiðifélaga og fleiri óttast að ógni íslenska laxastofninum. Margir gagnrýna einnig að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíareldis ótímabundið. Á þessu korti sjást afmörkuð svæði þar sem sjókvíareldi verður bannað.Grafík/Hjalti Hér verður tiplaðá stóru í frumvarpinu enda ekki hægt að gera því öllu skil í stuttri frétt. Í fyrsta lagi verður sjókvíareldi bannað á stórum svæðum við Faxaflóa og Breiðafjörð vestanlands. Á Norðurlandi við Húnaflóa og Skagafjörð, við Eyjarfjörð, sem og á svæði milli Skjálfanda og Tjörness og svæði við Öxarfjörð. Þá verður eldi einnig bannað á stóru svæði Norðaustanlands. Aðeins verður leyft að ala eina kynslóð af fiski í einu áhverju svæði og skylt að hvíla svæðin í tiltekin tíma þar á eftir. Í 24. greininni er tekið fram að smitvarnarsvæði, eða eldissvæði, skuli úthlutað með útboði og að úthlutun svæðanna myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir svæðunum eða heimild til eldis. Sjókvíareldi í Berufirði við Djúpavog. Vísir/Vilhelm Í 33. grein er hins vegar tekið fram að rekstrarleyfi til sjókvíareldis verði ótímabundið, og það er þetta ákvæði sem veldur hvað mestum deilum. Þeir sem nú þegar hafa leyfi til 16 ára samkvæmt núgildandi lögum fengju væntanlega ótímabundna framlengingu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm „Það er talið standast betur stjórnarskrárbundin réttindi um meðlhóf. Að mér er tjáð þá væri hæpnara að beita jafn ströngum viðurlögum og frumvarpið er í rauninni að leggja til ef ofan á tímabundið leyfi, sem telst í sjálfu sér vera íþyngjandi," segir Bjarkey Olsen sem talar frá alþjóðlegri sjávarútvegssýningu í Barcelona. Í 39. grein er rekstrarleyfishöfum heimilt að flytja laxamagn á milli svæða. Þeim verður einnig heimilt að framselja laxahlut til annarra leyfishafa og skulu þá greina frá kaup- eða leiguverði. Leyfishafi getur einnig veðsett rekstrarleyfi sitt og laxahlut. „Áður en Vinstri græn komu í þetta ráðuneyti var búið að úthluta öllum þessum laxaleyfum. Það er auðvitað heimilt að selja leyfin á milli aðila innan sama svæðis. Við verðum að átta okkur á því. Þú getur ekki selt á milli Austfjarða og Vestfjarða til dæmis," segir matvælaráðherra. „Ég lít ekki svo á að í rauninni sé um varanlega nýtingu auðlindarinnar að ræða. Heldur sé þetta leyfi sem hægt er í rauninnni að grípa inn í hvenær sem er.“ Greinin sé að vaxa hratt og fyrirtækin að fjárfesta og rétt að gefa þeim svigrúm til þess. „Auðlindagjald er ekki útilokað í mínum huga og hefur aldrei verið," segir Bjarkey Olsen. En fiskeldisgjaldið sem innheimt er væri framleiðslugjald og því í raun auðlindagjald. En samkvæmt fjármálaáætlun sé greinin nú þegar að greiða meira til ríkisins en aðrar greinar.
Sjókvíaeldi Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39
Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32