Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Einar Freyr Elínarson skrifar 24. apríl 2024 22:01 Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. Ísland á mikinn mannauð í öllum þeim fjölda íbúa sem búa hér á landi en tala ekki íslensku. Hlutfall þeirra er hvergi hærra á landinu heldur en hér í Mýrdalshreppi, nú um 60%. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022 voru samþykktar á Alþingi breytingar á kosningalögum sem kváðu á um að erlendir íbúar öðlist kjörgengi og kosningarrétt eftir að hafa verið með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt. Þessi lagabreyting hafði þau áhrif að fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá fjórfaldaðist. Við stóðum því frammi fyrir að annað hvort sætta okkur við litla lýðræðislega þátttöku þessa stóra hóps, nú eða að opna á samtal og reyna með einhverjum leiðum að efla virkni hans í samfélaginu. Þetta er ekki einfalt verkefni og við erum sannarlega meðvituð um mikilvægi þess að efla íslenskukunnáttu. Það málefni er einmitt það sem hefur verið mest rætt á fundum ráðsins. Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að hvetja íbúa til að afla sér þekkingar og hvernig er best að miðla henni er meðal þess sem hefur verið rætt. Þetta er fjölbreyttur hópur í mismunandi aðstöðu. Hefðbundin kvöldnámskeið sem hafa gegnum árin verið haldin henta ekki endilega öllum. Væri möguleiki að fá atvinnurekendur með í lið og styðja við starfsfólk með því að veita jafnvel launað leyfi til að sækja námskeið? Væri hægt að nota snjallforrit eins og hafa verið í þróun? Væri möguleiki að auka sveigjanleika íslenskukennslu til þess að mæta betur ólíkum þörfum hvað varðar hentugan tíma fyrir kennslu? Hvernig getum við stutt við þau sem eru komin með grunnatriði en vantar frekari þjálfun til að ná aukinni færni? Það er því síður en svo að stofnun enskumælandi ráðs hafi á nokkurn hátt dregið úr áhuga okkar á að efla íslenskuna - þvert á móti hefur hún orðið til þess að mun meiri umræða á sér stað um málefnið en áður, a.m.k. hér í Mýrdalnum. Það er svo hárrétt sem að Eiríkur Rögnvaldsson segir í pistlinum sínum að sveitarfélagið hefur ekki sett sér málstefnu - frekar en flest sveitarfélög landsins. Þetta þarf að laga og ég vona að þessi umræða verði til þess að vekja okkur öll til meðvitundar um mikilvægi þess. Ég stend fyllilega með þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að hafa komið ráðinu á fót. Lausnin á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er í mínum huga ekki sú að jaðarsetja stóran hóp í samfélaginu og meina honum þátttöku í opinberri stefnumótun - heldur sé lausnin miklu frekar samvinna og opið samtal um leiðir áfram. Eins er mikilvægt að árétta að þó að fundirnir fari fram á ensku þá eru allar fundargerðir ritaðar á bæði ensku og íslensku og því er ekki búið að færa stjórnsýsluna yfir á ensku. Ég hef ýmislegt að athuga við nálgun Snorra Mássonar í grein sinni á Vísi í gær. Það er t.d. rangt að það sé óvinnandi vegur að reka samfélagið eða stjórnsýsluna á íslensku. Íslenska er tungumál stjórnsýslunnar og það að við bjóðum þeim sem ekki tala íslensku að taka þátt í umræðum og setja mál á dagskrá og til umræðu í sveitarstjórn markar síður en svo upphafið af endi íslenskrar tungu. Ég er ósammála þeirri nálgun á málið að verið sé að minnka hlut íslenskunnar í opinberri stjórnsýslu, það er einfaldlega verið að leyfa fleiri skoðunum að heyrast - sem annars myndu líklega ekki fá að njóta sín.Eins er ég ósammála nálgun hans á það sem hann kallar tískuorðið inngildingu. Nýyrði eru ekki tískuorð. Þau eru partur af eðlilegri þróun samfélagsins og að tungumálið okkar geti áfram aðlagað sig að breyttum aðstæðum - skárra væri það nú, annars yrði íslenskan fljótt óhentug. Ég fagna því þegar fólk hefur ímyndunarafl til þess að koma nýjum hlutum og nýjum nálgunum í orð - en í sögulegu samhengi þá hafa nýyrði oft farið í taugarnar á mörgum. Inngilding snýst ekki um það að íslendingum verði gert að aðlaga sig að menningu annarra þjóða, heldur einfaldlega að við gefum fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku og virkjum sem flesta til þátttöku. Þetta er hugtak sem er ætlað að hvetja til umburðarlyndis og samvinnu, andstætt skautun sem á það til að verða þegar hópum er stillt upp andspænis hvorum öðrum þegar gefið er undir skóna að annar ógni hagsmunum hins.Eins og ég minntist á hér að ofan þá opnuðust engar flóðgáttir þegar Mýrdalshreppur ákvað að setja á fót enskumælandi ráð eins og Snorri talar um í grein sinni ekki - heldur opnuðust þær þegar Alþingi ákvað að breyta kosningalögum. Mér finnst þarna verið að snúa hlutunum á hvolf og teldi eðlilegra að fólk beindi athygli sinni að löggjafanum, ef það vill draga úr tækifærum fólks til þess að hafa áhrif á nærumhverfi sitt - sem er n.b. ekki mín skoðun. Að öðru leyti fagna ég þeirri umræðu sem grein Snorra hefur skapað og því fer fjarri að ég ætli að saka hann eða aðra sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar um útlendingaandúð. Þetta er einmitt sú hlið innflytjendamála sem ég tel að hafi ekki fengið nægilega mikið rými í umræðunni. Það er hins vegar að mínu mati ástæðulaust og óréttlátt gagnvart enskumælandi ráði Mýrdalshrepps að gefa því undir fótinn að veiting samfélagsverðlauna til ráðsins sé á einhvern hátt árás á íslenska tungu. Að lokum vil ég segja að það hefur hvergi verið sagt að þetta sé eitthvað sem öll sveitarfélög eigi eða verði að gera, þó víða gæti þessi nálgun vel hentað. Við erum einfaldlega að haga málum út frá lýðfræðilegri samsetningu okkar sveitarfélags og reyna eftir fremsta megni að efla lýðræðislega þátttöku og tryggja mannréttindi okkar íbúa – sem er auðvitað eitthvað sem ég held að öll sveitarfélög ættu að hafa að markmiði. Uppbygging og fólksfjölgun síðustu ára hefur gerst á slíkum hraða að við höfum ekki náð nægilega vel utan um málefni innflytjenda (hér í Mýrdalnum og á landsvísu). Ég lít á þetta verkefni sem viðleitni til að gefa málaflokknum það vægi sem hann sannarlega þarf ef við viljum tryggja tækifæri íbúa af erlendu bergi brotni og að ekki sé minnst á þá stóru áskorun að tryggja mannréttindi fjöltyngdra barna til framtíðar – sem er efni í sér pistil. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Íslensk tunga Stjórnsýsla Einar Freyr Elínarson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. Ísland á mikinn mannauð í öllum þeim fjölda íbúa sem búa hér á landi en tala ekki íslensku. Hlutfall þeirra er hvergi hærra á landinu heldur en hér í Mýrdalshreppi, nú um 60%. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022 voru samþykktar á Alþingi breytingar á kosningalögum sem kváðu á um að erlendir íbúar öðlist kjörgengi og kosningarrétt eftir að hafa verið með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt. Þessi lagabreyting hafði þau áhrif að fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá fjórfaldaðist. Við stóðum því frammi fyrir að annað hvort sætta okkur við litla lýðræðislega þátttöku þessa stóra hóps, nú eða að opna á samtal og reyna með einhverjum leiðum að efla virkni hans í samfélaginu. Þetta er ekki einfalt verkefni og við erum sannarlega meðvituð um mikilvægi þess að efla íslenskukunnáttu. Það málefni er einmitt það sem hefur verið mest rætt á fundum ráðsins. Hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að hvetja íbúa til að afla sér þekkingar og hvernig er best að miðla henni er meðal þess sem hefur verið rætt. Þetta er fjölbreyttur hópur í mismunandi aðstöðu. Hefðbundin kvöldnámskeið sem hafa gegnum árin verið haldin henta ekki endilega öllum. Væri möguleiki að fá atvinnurekendur með í lið og styðja við starfsfólk með því að veita jafnvel launað leyfi til að sækja námskeið? Væri hægt að nota snjallforrit eins og hafa verið í þróun? Væri möguleiki að auka sveigjanleika íslenskukennslu til þess að mæta betur ólíkum þörfum hvað varðar hentugan tíma fyrir kennslu? Hvernig getum við stutt við þau sem eru komin með grunnatriði en vantar frekari þjálfun til að ná aukinni færni? Það er því síður en svo að stofnun enskumælandi ráðs hafi á nokkurn hátt dregið úr áhuga okkar á að efla íslenskuna - þvert á móti hefur hún orðið til þess að mun meiri umræða á sér stað um málefnið en áður, a.m.k. hér í Mýrdalnum. Það er svo hárrétt sem að Eiríkur Rögnvaldsson segir í pistlinum sínum að sveitarfélagið hefur ekki sett sér málstefnu - frekar en flest sveitarfélög landsins. Þetta þarf að laga og ég vona að þessi umræða verði til þess að vekja okkur öll til meðvitundar um mikilvægi þess. Ég stend fyllilega með þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að hafa komið ráðinu á fót. Lausnin á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er í mínum huga ekki sú að jaðarsetja stóran hóp í samfélaginu og meina honum þátttöku í opinberri stefnumótun - heldur sé lausnin miklu frekar samvinna og opið samtal um leiðir áfram. Eins er mikilvægt að árétta að þó að fundirnir fari fram á ensku þá eru allar fundargerðir ritaðar á bæði ensku og íslensku og því er ekki búið að færa stjórnsýsluna yfir á ensku. Ég hef ýmislegt að athuga við nálgun Snorra Mássonar í grein sinni á Vísi í gær. Það er t.d. rangt að það sé óvinnandi vegur að reka samfélagið eða stjórnsýsluna á íslensku. Íslenska er tungumál stjórnsýslunnar og það að við bjóðum þeim sem ekki tala íslensku að taka þátt í umræðum og setja mál á dagskrá og til umræðu í sveitarstjórn markar síður en svo upphafið af endi íslenskrar tungu. Ég er ósammála þeirri nálgun á málið að verið sé að minnka hlut íslenskunnar í opinberri stjórnsýslu, það er einfaldlega verið að leyfa fleiri skoðunum að heyrast - sem annars myndu líklega ekki fá að njóta sín.Eins er ég ósammála nálgun hans á það sem hann kallar tískuorðið inngildingu. Nýyrði eru ekki tískuorð. Þau eru partur af eðlilegri þróun samfélagsins og að tungumálið okkar geti áfram aðlagað sig að breyttum aðstæðum - skárra væri það nú, annars yrði íslenskan fljótt óhentug. Ég fagna því þegar fólk hefur ímyndunarafl til þess að koma nýjum hlutum og nýjum nálgunum í orð - en í sögulegu samhengi þá hafa nýyrði oft farið í taugarnar á mörgum. Inngilding snýst ekki um það að íslendingum verði gert að aðlaga sig að menningu annarra þjóða, heldur einfaldlega að við gefum fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku og virkjum sem flesta til þátttöku. Þetta er hugtak sem er ætlað að hvetja til umburðarlyndis og samvinnu, andstætt skautun sem á það til að verða þegar hópum er stillt upp andspænis hvorum öðrum þegar gefið er undir skóna að annar ógni hagsmunum hins.Eins og ég minntist á hér að ofan þá opnuðust engar flóðgáttir þegar Mýrdalshreppur ákvað að setja á fót enskumælandi ráð eins og Snorri talar um í grein sinni ekki - heldur opnuðust þær þegar Alþingi ákvað að breyta kosningalögum. Mér finnst þarna verið að snúa hlutunum á hvolf og teldi eðlilegra að fólk beindi athygli sinni að löggjafanum, ef það vill draga úr tækifærum fólks til þess að hafa áhrif á nærumhverfi sitt - sem er n.b. ekki mín skoðun. Að öðru leyti fagna ég þeirri umræðu sem grein Snorra hefur skapað og því fer fjarri að ég ætli að saka hann eða aðra sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar um útlendingaandúð. Þetta er einmitt sú hlið innflytjendamála sem ég tel að hafi ekki fengið nægilega mikið rými í umræðunni. Það er hins vegar að mínu mati ástæðulaust og óréttlátt gagnvart enskumælandi ráði Mýrdalshrepps að gefa því undir fótinn að veiting samfélagsverðlauna til ráðsins sé á einhvern hátt árás á íslenska tungu. Að lokum vil ég segja að það hefur hvergi verið sagt að þetta sé eitthvað sem öll sveitarfélög eigi eða verði að gera, þó víða gæti þessi nálgun vel hentað. Við erum einfaldlega að haga málum út frá lýðfræðilegri samsetningu okkar sveitarfélags og reyna eftir fremsta megni að efla lýðræðislega þátttöku og tryggja mannréttindi okkar íbúa – sem er auðvitað eitthvað sem ég held að öll sveitarfélög ættu að hafa að markmiði. Uppbygging og fólksfjölgun síðustu ára hefur gerst á slíkum hraða að við höfum ekki náð nægilega vel utan um málefni innflytjenda (hér í Mýrdalnum og á landsvísu). Ég lít á þetta verkefni sem viðleitni til að gefa málaflokknum það vægi sem hann sannarlega þarf ef við viljum tryggja tækifæri íbúa af erlendu bergi brotni og að ekki sé minnst á þá stóru áskorun að tryggja mannréttindi fjöltyngdra barna til framtíðar – sem er efni í sér pistil. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar