„Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:15 Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Gylfi byrjar. Hann var tekinn útaf eftir klukkutíma leik í stöðunni 3-0 eftir að hafa skilað góðu framlagi. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Vals gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu sagðist hann ekki enn byrjaður að sýna sitt besta. „Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“ Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
„Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“
Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn