Eiríkur og Bjarni takast á um nefnd um íslenska tungu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 10:12 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir Eirík vera að gera úlfalda úr mýflugu. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Tekist hefur verið á um stöðu íslenskrar tungu á samfélagsmiðlum undanfarna daga í kjölfar greinar sem Snorri Másson fréttamaður birti á Vísi á dögunum sem fjallaði um enskumælandi ráð sem sett var á laggirnar í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi gagnrýndi framsetningu Snorra og sagði hana ýta undir skautun. Enskumælandi ráð sveitarfélagsins vakti athygli vegna verðlauna sem ráðið hlaut frá Byggðastofnun. Snorri sagði það vera áhyggjuefni frekar en verðlaunaefni að enskt mál sé notað í íslenskri stjórnsýslu og ákveðinn illur forboði. Einar bendir þó á að málefni íslenskukennslu sé það sem einna mest er rætt á fundum ráðsins. Brýnna en nokkru sinni fyrr Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, birti á dögunum pistil á síðuna Málspjallið á Facebook þar sem hann fjallar um að ráðherranefnd um íslenska tungu hafi verið leyst upp. Hann segir það vera dapurlegan vitnisburð um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar. Málefni sem hann segir brýnni en nokkru sinni fyrr. „Nefndin stóð að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um íslenska tungu sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram í haust – hálfu ári á eftir áætlun – og er enn í meðförum Alþingis þótt hún eigi að gilda fyrir árin 2023-2026. Annað hefur ekki heyrst frá nefndinni en í fréttatilkynningu um stofnun hennar sagði að viðkomandi ráðuneyti myndu „hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu,““ segir í pistli Eiríks. „Þetta er dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar – málefnum sem eru brýnni en nokkru sinni fyrr – og bætist ofan á það áhugaleysi og getuleysi sem birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun næstu fimm ára eins og hér var rakið nýlega,“ bætir hann við. „Miklar ályktanir af litlu tilefni“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir þó Eirík hafa dregið miklar ályktanir af litlu tilefni. Í athugasemd við færslu Eiríks gefur hann lítið fyrir framsetningu Eiríks á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og spyr sig hvort ekki sé hægt að færa umræðu um málaflokkinn á hærra plan. Eiríkur segir hins vegar ljóst að með stofnun sérstakrar ráðherranefndar um íslenska tungu hafi átt að leggja áherslu á mikilvægi þessa málefnis og því eðlilegt að túlka niðurlagningu hennar á þann hátt að verið sé að draga úr vægi þess. „Staðreynd málsins er að allar ráðherranefndir falla niður við það að ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fékk lausn. Við vorum að ákveða fyrir nýja ríkisstjórn hvaða ráðherranefndir myndu starfa. Fyrir utan þrjár lögboðnar var ákveðið að starfrækja ráðherranefnd um loftslagsmál og aðra um samræmingu mála,“ svarar Bjarni. „Í þessari síðarnefndu sé ég fyrir mér að við ræðum ýmis mál, m.a. mál íslenskrar tungu. Hin sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu hafði ef ég man rétt komið saman í fjögur skipti. Það eru engin þau straumhvörf að verða sem umræða á þessum þræði gefur til kynna. Bara alls ekki,“ bætir Bjarni við. Eiríkur svarar Bjarna fullum hálsi og segist ekki hafa sagt að nein straumhvörf væru að verða. Augljóst sé þó að stofnun sérstakrar ráðherranefndar um málaflokkinn hafi verið ætlað sað senda ákveðin skilaboð og niðurfelling hennar sömuleiðis. Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Tekist hefur verið á um stöðu íslenskrar tungu á samfélagsmiðlum undanfarna daga í kjölfar greinar sem Snorri Másson fréttamaður birti á Vísi á dögunum sem fjallaði um enskumælandi ráð sem sett var á laggirnar í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi gagnrýndi framsetningu Snorra og sagði hana ýta undir skautun. Enskumælandi ráð sveitarfélagsins vakti athygli vegna verðlauna sem ráðið hlaut frá Byggðastofnun. Snorri sagði það vera áhyggjuefni frekar en verðlaunaefni að enskt mál sé notað í íslenskri stjórnsýslu og ákveðinn illur forboði. Einar bendir þó á að málefni íslenskukennslu sé það sem einna mest er rætt á fundum ráðsins. Brýnna en nokkru sinni fyrr Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, birti á dögunum pistil á síðuna Málspjallið á Facebook þar sem hann fjallar um að ráðherranefnd um íslenska tungu hafi verið leyst upp. Hann segir það vera dapurlegan vitnisburð um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar. Málefni sem hann segir brýnni en nokkru sinni fyrr. „Nefndin stóð að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um íslenska tungu sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram í haust – hálfu ári á eftir áætlun – og er enn í meðförum Alþingis þótt hún eigi að gilda fyrir árin 2023-2026. Annað hefur ekki heyrst frá nefndinni en í fréttatilkynningu um stofnun hennar sagði að viðkomandi ráðuneyti myndu „hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu,““ segir í pistli Eiríks. „Þetta er dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar – málefnum sem eru brýnni en nokkru sinni fyrr – og bætist ofan á það áhugaleysi og getuleysi sem birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun næstu fimm ára eins og hér var rakið nýlega,“ bætir hann við. „Miklar ályktanir af litlu tilefni“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir þó Eirík hafa dregið miklar ályktanir af litlu tilefni. Í athugasemd við færslu Eiríks gefur hann lítið fyrir framsetningu Eiríks á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og spyr sig hvort ekki sé hægt að færa umræðu um málaflokkinn á hærra plan. Eiríkur segir hins vegar ljóst að með stofnun sérstakrar ráðherranefndar um íslenska tungu hafi átt að leggja áherslu á mikilvægi þessa málefnis og því eðlilegt að túlka niðurlagningu hennar á þann hátt að verið sé að draga úr vægi þess. „Staðreynd málsins er að allar ráðherranefndir falla niður við það að ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fékk lausn. Við vorum að ákveða fyrir nýja ríkisstjórn hvaða ráðherranefndir myndu starfa. Fyrir utan þrjár lögboðnar var ákveðið að starfrækja ráðherranefnd um loftslagsmál og aðra um samræmingu mála,“ svarar Bjarni. „Í þessari síðarnefndu sé ég fyrir mér að við ræðum ýmis mál, m.a. mál íslenskrar tungu. Hin sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu hafði ef ég man rétt komið saman í fjögur skipti. Það eru engin þau straumhvörf að verða sem umræða á þessum þræði gefur til kynna. Bara alls ekki,“ bætir Bjarni við. Eiríkur svarar Bjarna fullum hálsi og segist ekki hafa sagt að nein straumhvörf væru að verða. Augljóst sé þó að stofnun sérstakrar ráðherranefndar um málaflokkinn hafi verið ætlað sað senda ákveðin skilaboð og niðurfelling hennar sömuleiðis.
Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent