Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Aron Guðmundsson skrifar 27. apríl 2024 09:01 Arnór Þór fagnar einu marka sinna manna í síðasta leik gegn Balingen Mynd: Bergischer Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. „Þetta var mjög stuttur fyrirvari sem maður fékk,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Á þriðjudaginn í síðustu viku fékk ég símtal eftir æfingu. Hinu megin á línunni var framkvæmdastjóri félagsins og hann boðaði mig á fund með sér. Klukkan var eitthvað um hálf tvö þegar að ég fæ símtalið. Við höfðum verið með æfingu klukkan tíu fyrr um daginn. Ég mæti á umræddan fund. Við tölum saman í svona hálftíma og svo segir hann mér að félagið ætli sér að láta þáverandi þjálfara sinn fara. Og hvort ég hefði hug á því að stíga inn og taka við þjálfun liðsins út tímabilið. Þannig var nú aðdragandinn að þessu. Þetta voru fjörutíu og fimm mínútur.“ Vendingar sem Arnór Þór var sjálfur ekki að búast við. „Ég hélt að ég væri að fara á fund sem myndi snúast um næsta tímabil hjá okkur. Fundarefnið yrði leikmenn liðsins. Hvað okkur vantaði fyrir næsta tímabil, sama í hvaða deild við myndum spila. Þetta kom því á óvart. Ég verð að segja það.“ Bergischer hefur átt fastan stað í lífi Arnórs Þórs síðan árið 2012 er hann hóf að spila með liðinu sem leikmaður. Þar spilaði hann í yfir áratug við góðan orðstír en lagði svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og tók í kjölfarið við stöðu í þjálfarateymi Bergischer. Arnór Þór fagnar í leik með Bergischer á sínum tíma sem leikmaður félagsins.mynd/bergischer Það reyndist honum erfitt að hafna boði um að taka við þjálfun Bergischer út tímabilið. Honum rann blóðið til skyldunnar að reyna hjálpa því hið minnsta út tímabilið. Reyna að gera atlögu að því að tryggja veru þess í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég hafði náttúrulega lítinn tíma að hugsa. Hef verið innan raða félagsins í rúm tólf ár. Það var erfitt fyrir mig að segja nei á þessum tímapunkti. Ég hugsaði með mér að við hefðum engu að tapa.“ Eftir að hafa tekið við starfinu þurfti Arnór Þór að hafa hraðar hendur. Það var stutt í næsta leik. Fallbaráttuslag af bestu gerð við Íslendingalið Ballingen. Sigur þar fyrir lið Bergischer, sem hafði ekki unnið leik síðan um miðjan desember á síðasta ári og tapað tólf leikjum í röð, var nauðsynlegur til að halda lífi í trúnni á að Bergischer myndi halda sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég tek þarna við starfinu á þriðjudegi og held að ég hafi samanlagt sofið í um þrjár klukkustundir aðfaranótt miðvikudagsins. Svo var æfing klukkan tíu um morguninn daginn eftir. Við tókum liðsfund fyrir hana og þar var talað um hvernig næstu tveir dagar yrði. Tíminn var naumur en við vorum búnir að klippa til myndbönd af Ballingen. Mynd: Bergischer Það var stuttur fyrirvari á öllu en strákarnir í liðinu gáfu út frá sér þvílíka jákvæða orku þarna strax í byrjun. Það róaði mig rosalega. Svo á æfingu á fimmtudeginum, degi áður en við héldum til Ballingen, fann ég að það væri eitthvað gott að fara gerast. Þessir tveir dagar sem við áttum með liðinu fram að þessum leik voru hreinlega lyginni líkast. Sóttu mikilvægan sigur Svo fór að Bergischer vann sinn fyrsta leik undir stjórn Arnórs Þórs. Mikilvægan sigur gegn Balingen á útivelli. „Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Þeir voru einu marki yfir í hálfleik en mér fannst við hins vegar að spila frábæra vörn. Við vorum hins vegar aðeins staðir sóknarlega. En í hálfleik ræddum við vel saman. Vörnin varð enn þá betri í seinni hálfleik. Ég fann að strákarnir voru virkilega klárir og þeir kláruðu leikinn fagmannlega með sigri. Gleðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum Bergischer í leikslok.Mynd: Bergischer Svo eftir leik tók geðshræringin við hjá öllum sem standa að liðinu. Ekki síður okkur þjálfurunum. Við fögnuðum með þeim stuðningsmönnum okkar sem höfðu gert sér ferð til Balllingen. Svo fór ég bara inn í klefa og fékk þessa tilfinningu aftur. Tilfinninguna sem að umvefur mann eftir sigurleik. Það var geggjað. Svo þegar að strákarnir komu inn í klefa. Þá sá maður brosin á andlitum þeirra. Það gefur manni rosalega mikið.“ Sigurtilfinningin gleymist seint. „Sem leikmaður Bergischer lenti ég einu sinni í því að tapa einhverjum tíu leikjum í röð. Það var mjög erfitt. Strákarnir höfðu núna tapað tólf leikjum í röð og ég gat því að einhverju leiti sett mig í þeirra spor eftir sigurinn gegn Ballingen. Hverju þeir voru að finna fyrir. Tilfinningin sem að brýst út í bland við léttinn að hafa bundið endahnútinn á taphrinu. Við ákváðum að gefa þeim frí í kjölfarið. Leyfa bæði þeim og mér að koma sér niður.“ Kampakátur Arnór Þór eftir fyrsta sigur Bergischer í tólf leikjumMynd: Bergischer „Þetta er hins vegar bara einn leikur. Staðreyndin er enn sú að við erum í fallsæti og þurfum að einbeita okkur að næsta leik. Fyrir okkur sem lið, Bergischer. Það er ekkert annað í stöðunni en að hugsa bara um næsta leik og sjá hvernig þetta þróast allt. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir. Bergicher er fjórum stigum frá öruggu sæti í þýsku úrvalsdeildinni þegar að fimm umferðir eftir lifa af deildarkeppninni. Hver leikur til loka tímabils er úrslitaleikur. Býr trúin í liðinu? Að það geti haldið sæti sínu í deildinni? „Já mér fannst það skína í gegn strax eftir sigurinn gegn Ballingen. Oft þarf bara eitthvað svona, einn sigur, til að maður komist í einhvern takt. Við eigum leik á sunnudaginn gegn Erlangen. Ef sá leikur fer vel erum við tveimur stigum á eftir þeim. Ég hef trú á þessum strákum. Æfði með þeim flestum á bæði síðasta og þar síðasta tímabili. Ég veit alveg hvað þeir kunna í handbolta og hef óbilandi trú á þessum gaurum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
„Þetta var mjög stuttur fyrirvari sem maður fékk,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Á þriðjudaginn í síðustu viku fékk ég símtal eftir æfingu. Hinu megin á línunni var framkvæmdastjóri félagsins og hann boðaði mig á fund með sér. Klukkan var eitthvað um hálf tvö þegar að ég fæ símtalið. Við höfðum verið með æfingu klukkan tíu fyrr um daginn. Ég mæti á umræddan fund. Við tölum saman í svona hálftíma og svo segir hann mér að félagið ætli sér að láta þáverandi þjálfara sinn fara. Og hvort ég hefði hug á því að stíga inn og taka við þjálfun liðsins út tímabilið. Þannig var nú aðdragandinn að þessu. Þetta voru fjörutíu og fimm mínútur.“ Vendingar sem Arnór Þór var sjálfur ekki að búast við. „Ég hélt að ég væri að fara á fund sem myndi snúast um næsta tímabil hjá okkur. Fundarefnið yrði leikmenn liðsins. Hvað okkur vantaði fyrir næsta tímabil, sama í hvaða deild við myndum spila. Þetta kom því á óvart. Ég verð að segja það.“ Bergischer hefur átt fastan stað í lífi Arnórs Þórs síðan árið 2012 er hann hóf að spila með liðinu sem leikmaður. Þar spilaði hann í yfir áratug við góðan orðstír en lagði svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og tók í kjölfarið við stöðu í þjálfarateymi Bergischer. Arnór Þór fagnar í leik með Bergischer á sínum tíma sem leikmaður félagsins.mynd/bergischer Það reyndist honum erfitt að hafna boði um að taka við þjálfun Bergischer út tímabilið. Honum rann blóðið til skyldunnar að reyna hjálpa því hið minnsta út tímabilið. Reyna að gera atlögu að því að tryggja veru þess í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég hafði náttúrulega lítinn tíma að hugsa. Hef verið innan raða félagsins í rúm tólf ár. Það var erfitt fyrir mig að segja nei á þessum tímapunkti. Ég hugsaði með mér að við hefðum engu að tapa.“ Eftir að hafa tekið við starfinu þurfti Arnór Þór að hafa hraðar hendur. Það var stutt í næsta leik. Fallbaráttuslag af bestu gerð við Íslendingalið Ballingen. Sigur þar fyrir lið Bergischer, sem hafði ekki unnið leik síðan um miðjan desember á síðasta ári og tapað tólf leikjum í röð, var nauðsynlegur til að halda lífi í trúnni á að Bergischer myndi halda sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég tek þarna við starfinu á þriðjudegi og held að ég hafi samanlagt sofið í um þrjár klukkustundir aðfaranótt miðvikudagsins. Svo var æfing klukkan tíu um morguninn daginn eftir. Við tókum liðsfund fyrir hana og þar var talað um hvernig næstu tveir dagar yrði. Tíminn var naumur en við vorum búnir að klippa til myndbönd af Ballingen. Mynd: Bergischer Það var stuttur fyrirvari á öllu en strákarnir í liðinu gáfu út frá sér þvílíka jákvæða orku þarna strax í byrjun. Það róaði mig rosalega. Svo á æfingu á fimmtudeginum, degi áður en við héldum til Ballingen, fann ég að það væri eitthvað gott að fara gerast. Þessir tveir dagar sem við áttum með liðinu fram að þessum leik voru hreinlega lyginni líkast. Sóttu mikilvægan sigur Svo fór að Bergischer vann sinn fyrsta leik undir stjórn Arnórs Þórs. Mikilvægan sigur gegn Balingen á útivelli. „Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Þeir voru einu marki yfir í hálfleik en mér fannst við hins vegar að spila frábæra vörn. Við vorum hins vegar aðeins staðir sóknarlega. En í hálfleik ræddum við vel saman. Vörnin varð enn þá betri í seinni hálfleik. Ég fann að strákarnir voru virkilega klárir og þeir kláruðu leikinn fagmannlega með sigri. Gleðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum Bergischer í leikslok.Mynd: Bergischer Svo eftir leik tók geðshræringin við hjá öllum sem standa að liðinu. Ekki síður okkur þjálfurunum. Við fögnuðum með þeim stuðningsmönnum okkar sem höfðu gert sér ferð til Balllingen. Svo fór ég bara inn í klefa og fékk þessa tilfinningu aftur. Tilfinninguna sem að umvefur mann eftir sigurleik. Það var geggjað. Svo þegar að strákarnir komu inn í klefa. Þá sá maður brosin á andlitum þeirra. Það gefur manni rosalega mikið.“ Sigurtilfinningin gleymist seint. „Sem leikmaður Bergischer lenti ég einu sinni í því að tapa einhverjum tíu leikjum í röð. Það var mjög erfitt. Strákarnir höfðu núna tapað tólf leikjum í röð og ég gat því að einhverju leiti sett mig í þeirra spor eftir sigurinn gegn Ballingen. Hverju þeir voru að finna fyrir. Tilfinningin sem að brýst út í bland við léttinn að hafa bundið endahnútinn á taphrinu. Við ákváðum að gefa þeim frí í kjölfarið. Leyfa bæði þeim og mér að koma sér niður.“ Kampakátur Arnór Þór eftir fyrsta sigur Bergischer í tólf leikjumMynd: Bergischer „Þetta er hins vegar bara einn leikur. Staðreyndin er enn sú að við erum í fallsæti og þurfum að einbeita okkur að næsta leik. Fyrir okkur sem lið, Bergischer. Það er ekkert annað í stöðunni en að hugsa bara um næsta leik og sjá hvernig þetta þróast allt. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu sjálfir. Bergicher er fjórum stigum frá öruggu sæti í þýsku úrvalsdeildinni þegar að fimm umferðir eftir lifa af deildarkeppninni. Hver leikur til loka tímabils er úrslitaleikur. Býr trúin í liðinu? Að það geti haldið sæti sínu í deildinni? „Já mér fannst það skína í gegn strax eftir sigurinn gegn Ballingen. Oft þarf bara eitthvað svona, einn sigur, til að maður komist í einhvern takt. Við eigum leik á sunnudaginn gegn Erlangen. Ef sá leikur fer vel erum við tveimur stigum á eftir þeim. Ég hef trú á þessum strákum. Æfði með þeim flestum á bæði síðasta og þar síðasta tímabili. Ég veit alveg hvað þeir kunna í handbolta og hef óbilandi trú á þessum gaurum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti