Stjarnan skellti tvisvar á Belichick: „Það er eins gott að þetta sé ekki grín“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:00 Bill Belichick, þjálfari Patriots, gerir alla jafna allt til þess að vinna. vísir/getty Mikil hátíð er í Detroit í Michigan þessa dagana þar sem nýliðavalið í NFL-deilinni í Bandaríkjunum fer fram. Fyrsta umferðin fór fram í gærkvöld og önnur og þriðja eru í kvöld. Bill Belichick, fyrrum þjálfari New England Patriots, sagði skemmtilega sögu á fyrsta kvöldinu. Belichick var gestur í þætti Pat McAfee í gær og verður áfram um helgina. Þar var hann spurður út í stærstu skiptin sem hann hefði gert á nýliðavali. Það hafi án efa verið þegar hann fékk Randy Moss til Patriots árið 2007. Þáverandi lið Moss, Oakland Raiders, vildi losna við hann og Belichick stökk á tækifærið. Hann hringdi í Moss um miðja nótt á meðan nýliðavalinu stóð. "The most interesting trade was the Randy Moss trade..We had been trying to trade for him for two months..The first two times I called him to say we got him he hung up the phone because he thought it was a prank" 😂😂 ~ Bill Belichick#PMSDraftSpectacular pic.twitter.com/ov13j9L7Xg— Pat McAfee (@PatMcAfeeShow) April 26, 2024 „Við höfðum reynt að fá hann í tvo mánuði, þetta var erfið fæðing. Eftir fyrsta dag nýliðavalsins talaði ég við Hr. Davis (hjá Raiders) og hann sagðist taka því fyrir val í fjórðu umferð,“ segir Belichick. Tíminn var þá naumur, enda þurfti að ganga frá skiptunum áður en kæmi að valréttinum daginn eftir. „Við þurftum að koma honum í læknisskoðun og endursemja um samninginn hans,“ sagði Belichick þá við Davis. „Það er þitt vandamál,“ svaraði Al Davis, sem var stjórnandi hjá Raidersliðinu. Belichick hringdi þá í Moss ítrekað en stjarnan skellti á hann þar sem hann hélt að um símaat væri að ræða þegar þjálfarinn kynnti sig í símann. „Hver er þetta? Hver er að gera at í mér?“ á Moss að hafa sagt í símann. „Er þetta grín? Það er eins gott að þetta sé ekki grín.“ Moss og Patriots áttu sögulega leiktíð árið 2007 en hrösuðu á síðustu hindrun.Getty Söguleg, stórkostleg en sorgleg leiktíð Moss reddaði sér næsta flugi og tólf tímum síðar hafði hann gengið frá læknisskoðun og samningi. Tímabilið 2007 var í kjölfarið hans besta leiktíð á ferlinum og má færa rök fyrir því að það hafi verið besta leiktíð nokkurs grípara í sögu deildarinnar. Moss naut sín hjá liðinu og greip fyrir 23 snertimörkum á fyrstu leiktíð, eitthvað sem enginn útherji hefur gert fyrr né síðar á einu og sama tímabilinu. Þrátt fyrir að ráða yfir gríðarsterku liði leiddu af Brady og Moss tókst útherjanum aldrei að vinna meistaratitil með félaginu. Leiktíðina 2007 vann Patriots liðið alla 16 leiki sína í deildarkeppninni, tvo í úrslitakeppninni en missteig sig í Ofurskálinni gegn Eli Manning og félögum í New York Giants sem unnu magnaðan 17-14 sigur í einum frægasta Super Bowl leik sögunnar. Sjá má skemmtilega frásögn Belichick í spilaranum að ofan. Sýnt verður frá nýliðavalinu í NFL á Stöð 2 Sport 2 í kvöld frá klukkan 23:00 og stendur útsending yfir fram eftir nóttu. Valið heldur áfram á morgun frá klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 3. NFL Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Belichick var gestur í þætti Pat McAfee í gær og verður áfram um helgina. Þar var hann spurður út í stærstu skiptin sem hann hefði gert á nýliðavali. Það hafi án efa verið þegar hann fékk Randy Moss til Patriots árið 2007. Þáverandi lið Moss, Oakland Raiders, vildi losna við hann og Belichick stökk á tækifærið. Hann hringdi í Moss um miðja nótt á meðan nýliðavalinu stóð. "The most interesting trade was the Randy Moss trade..We had been trying to trade for him for two months..The first two times I called him to say we got him he hung up the phone because he thought it was a prank" 😂😂 ~ Bill Belichick#PMSDraftSpectacular pic.twitter.com/ov13j9L7Xg— Pat McAfee (@PatMcAfeeShow) April 26, 2024 „Við höfðum reynt að fá hann í tvo mánuði, þetta var erfið fæðing. Eftir fyrsta dag nýliðavalsins talaði ég við Hr. Davis (hjá Raiders) og hann sagðist taka því fyrir val í fjórðu umferð,“ segir Belichick. Tíminn var þá naumur, enda þurfti að ganga frá skiptunum áður en kæmi að valréttinum daginn eftir. „Við þurftum að koma honum í læknisskoðun og endursemja um samninginn hans,“ sagði Belichick þá við Davis. „Það er þitt vandamál,“ svaraði Al Davis, sem var stjórnandi hjá Raidersliðinu. Belichick hringdi þá í Moss ítrekað en stjarnan skellti á hann þar sem hann hélt að um símaat væri að ræða þegar þjálfarinn kynnti sig í símann. „Hver er þetta? Hver er að gera at í mér?“ á Moss að hafa sagt í símann. „Er þetta grín? Það er eins gott að þetta sé ekki grín.“ Moss og Patriots áttu sögulega leiktíð árið 2007 en hrösuðu á síðustu hindrun.Getty Söguleg, stórkostleg en sorgleg leiktíð Moss reddaði sér næsta flugi og tólf tímum síðar hafði hann gengið frá læknisskoðun og samningi. Tímabilið 2007 var í kjölfarið hans besta leiktíð á ferlinum og má færa rök fyrir því að það hafi verið besta leiktíð nokkurs grípara í sögu deildarinnar. Moss naut sín hjá liðinu og greip fyrir 23 snertimörkum á fyrstu leiktíð, eitthvað sem enginn útherji hefur gert fyrr né síðar á einu og sama tímabilinu. Þrátt fyrir að ráða yfir gríðarsterku liði leiddu af Brady og Moss tókst útherjanum aldrei að vinna meistaratitil með félaginu. Leiktíðina 2007 vann Patriots liðið alla 16 leiki sína í deildarkeppninni, tvo í úrslitakeppninni en missteig sig í Ofurskálinni gegn Eli Manning og félögum í New York Giants sem unnu magnaðan 17-14 sigur í einum frægasta Super Bowl leik sögunnar. Sjá má skemmtilega frásögn Belichick í spilaranum að ofan. Sýnt verður frá nýliðavalinu í NFL á Stöð 2 Sport 2 í kvöld frá klukkan 23:00 og stendur útsending yfir fram eftir nóttu. Valið heldur áfram á morgun frá klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 3.
NFL Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira