Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki kemur fram hvort lögreglan sé með einhvern grunaðan um að hafa skilið hvolpshræin þar eftir, eða af hvaða tegund þeir voru.
Í umdæmi lögreglustöðvar 1 sem sér um austurbæ Reykjavíkur, miðbæinn, Vesturbæinn og Seltjarnarnes var tilkynnt um eignaspjöll og þjófnað úr verslun. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð vegna farþega sem gat ekki greitt fyrir akstur.
Verkefni lögreglumanna á lögreglustöð 3, sem sér um Breiðholt og Kópavog, voru gróðureldur sem slökkvilið slökkti og aðstoð eftir innbrot. Ekki er vitað hvort einhverju og þá hverju var stolið.