Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2024 11:45 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira