Guðmundur Baldvin: Þrjú stig í hús á erfiðum velli og það er bara frábært Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 21:42 Guðmundur Baldvin var hetja Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og var það varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason sem skoraði sigurmarkið. Guðmundur á eftir að byrja leik þetta tímabilið en markið gæti hjálpað honum í þeim efnum. „Þrjú stig í hús á erfiðum velli og það er bara frábært“, sagði stigaþjófurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason þegar hann var beðinn um lýsa tilfinningum sínum skömmu eftir leik þar sem hann skoraði sigurmarkið þegar langt var komið fram í uppbótartímann. Þá var hann beðinn um að lýsa markinu en úr blaðamannastúkunni virkaði þetta eins og pínu klafs. „Nei nei, þetta var fyrirgjöf frá Jóa held ég [Óli Valur var það reyndar] á Andri Adolphson fær hann og leggur hann út á mig og ég legg hann í markið.“ Guðmundur telur að leikurinn hefði getað klárast fyrr ef Stjarnan hefði verið ögn rólegri. „Við hefðum þurft að vera rólegri og öflugri á boltanum. Mér fannst við gefa þeim nokkur góð færi. Við vorum svolítið fljótir að gefa boltann frá okkur og þeir fengu helvítis færi sem er ekki gott. Bara rólegri heilt yfir.“ „Það er gríðarlega mikilvægt að skora. Gott fyrir liðið og mig. Fengum þrjú stig fyrir það og sigur í blálokin. Sem er geggjað.“ Að lokum var Guðmundur spurður að því hvort hann myndi mæta á skrifstofu þjálfarans í fyrramálið að heimta byrjunarliðssæti. „Já já. Ég vakna kl. átta og mætibeint á skrifstofuna. Nei ég segi svona. Ég þarf bara að gera mitt og gera mitt besta en að endingu er það þjálfarans að velja liðið.“ Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
„Þrjú stig í hús á erfiðum velli og það er bara frábært“, sagði stigaþjófurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason þegar hann var beðinn um lýsa tilfinningum sínum skömmu eftir leik þar sem hann skoraði sigurmarkið þegar langt var komið fram í uppbótartímann. Þá var hann beðinn um að lýsa markinu en úr blaðamannastúkunni virkaði þetta eins og pínu klafs. „Nei nei, þetta var fyrirgjöf frá Jóa held ég [Óli Valur var það reyndar] á Andri Adolphson fær hann og leggur hann út á mig og ég legg hann í markið.“ Guðmundur telur að leikurinn hefði getað klárast fyrr ef Stjarnan hefði verið ögn rólegri. „Við hefðum þurft að vera rólegri og öflugri á boltanum. Mér fannst við gefa þeim nokkur góð færi. Við vorum svolítið fljótir að gefa boltann frá okkur og þeir fengu helvítis færi sem er ekki gott. Bara rólegri heilt yfir.“ „Það er gríðarlega mikilvægt að skora. Gott fyrir liðið og mig. Fengum þrjú stig fyrir það og sigur í blálokin. Sem er geggjað.“ Að lokum var Guðmundur spurður að því hvort hann myndi mæta á skrifstofu þjálfarans í fyrramálið að heimta byrjunarliðssæti. „Já já. Ég vakna kl. átta og mætibeint á skrifstofuna. Nei ég segi svona. Ég þarf bara að gera mitt og gera mitt besta en að endingu er það þjálfarans að velja liðið.“
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira