Dagsbirtan lyftir andanum Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir skrifa 30. apríl 2024 08:31 Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í fornum fræðum er talað um að rýmið sé fíngerðasta efni náttúrunnar. Það kemur næst á eftir loftinu, sem kemur á eftir eldinum, þar á undan er vatnið og jörðin rekur lestina sem grófasta efnið. Í byggingalistinni birtist rýmið í krafti hinna frumþáttanna fjögurra, en samspil þeirra skapar andrúmsloft sem hver og einn skynjar með sínum hætti. Því má til sanns vegar færa að rýmið sé fíngerðast vegna þess að upplifun okkar af því er huglæg. Þegar híbýlaauðurinn er skoðaður má velta fyrir sér hvort og þá hvar fulltrúar jarðar, vatns, elds og lofts séu á heimilum, hvert sé mikilvægi þessara frumþátta náttúrunnar við athafnir daglegs lífs, hvernig þeir hafa áhrif á mótun rýma og hvernig andrúmsloft er skynjað með öllum skynfærum. Rifjaðu nú upp minningu um íbúðarrými sem hefur haft sterk áhrif á þig og skoðaðu hvað það er í rýmismótun sem olli þessum hughrifum. Hérna skaltu horfa fram hjá húsbúnaði, efnum og innréttingum og einblína á rýmið sjálft. Þú opnar útidyrahurðina, stígur yfir þröskuldinn og nemur andrúmsloftið. Þú tekur eftir hvað grípur augað, hvernig hljóðið berst, skynjar snertingu við efni og finnur lykt. Þú upplifir birtuna og það hvernig þessi staður fléttast saman við aðra staði íbúðarinnar. Þannig skoðar þú öll rými koll af kolli og hvað það er sem gefur hverju og einu sín sérkenni. Í framhaldinu veltir þú fyrir þér hvernig hver athöfn dagsins er römmuð inn. Þú sérð fyrir þér hvernig rýmið heldur utan um það að hvílast, lauga sig, matbúa, snæða og eiga samskipti. Arkitektúr fjallar um mótun rýma og aðferðir við rýmismótun eru fjölmargar. Heimili í sinni einföldustu mynd má líkja við hirðingjatjald þar sem gólfmottur á jörðinni skilgreina staði til að dvelja á. Þar er rýmið mótað af mottunni sem leggst ofan á slétta jörðina - í flóknari útfærslu getur rými verið mótað með hæðarmun gólfa. Eins og í hirðingjatjaldinu má vinna loftið með hliðstæðum hætti og skapa með því fjölbreytta staði innan heimilisins. Fjarlægð milli veggja og hlutföll móta svo sannarlega rými og gera útslagið varðandi virkni þess. Veggir geta skapað skýrt afmörkuð rými eða fléttað rýmum saman. Þeir veita skjól fyrir innsýn meðan gluggar móta tengsl heimilisins við umhverfi sitt og útsýni. Flæði dagsbirtunnar inn í híbýlin hefur áhrif á líðan íbúanna. Dvölin snýst um ljósið sem fylgir athöfnum daglegs lífs frá sólarupprás til sólseturs. Það hvernig birtan fellur inn í rými með beinum eða óbeinum hætti hefur áhrif á upplifun og andrúmsloft. Hún dregur fram mótun rýmisins, er síbreytileg og með blæbrigðum sínum lyftir hún andanum. Höfundar eru arkitektar og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar