Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 11:27 Valur og Fram gerðu jafntefli á Hlíðarenda í gærkvöld. Valsmenn hafa því aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Fram tvo. vísir/Anton Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val. Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val.
Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05