Að velja forseta Stefán Bogi Sveinsson skrifar 30. apríl 2024 12:30 Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun