Ólafur og Katrín á RÚV Þorvaldur Logason skrifar 30. apríl 2024 14:00 Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar