Heimta hundrað milljóna króna tryggingu Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 15:19 Sýslumaður krefst hundrað milljóna króna í tryggingu eigi hún að taka lögbannskröfu skjólstæðings Katrínar Oddsdóttur fyrir. Katrín segir þetta fyrirsjáanlegt af hálfu kerfisins, þar dansi allir eftir pípu þeirra fiskeldismanna. vísir Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka. Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“ Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“
Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51