Forysta til framtíðar Hópur presta skrifar 1. maí 2024 11:00 Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun