Látum hjartað ráða för Sigrún Traustadóttir skrifar 1. maí 2024 20:30 Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun