„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 20:03 Aron þurfti á súrefni að halda eftir að hafa staðið í ströngu við að slökkva eldinn. Instagram Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira