Erlent

Vilja endur­upp­töku í máli Weinstein

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Weisntein var í hjólastól við yfirheyrsluna í dag en hann var lagður á spítala á laugardaginn vegna slæmrar heilsu, að sögn verjanda hans.
Weisntein var í hjólastól við yfirheyrsluna í dag en hann var lagður á spítala á laugardaginn vegna slæmrar heilsu, að sögn verjanda hans. AP

Saksóknarar kröfðust endurupptöku yfir Harvey Weinstein í yfirheyrslu í Manhattan-borg í dag eftir að áfrýjunardómstóll sneri við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020.

Greint er frá þessu á vef Associated Press. Þar kemur fram að Arthur Aidala verjandi Weinsteins hafi vakið athygli á að skjólstæðingur hans væri viðstaddur yfirheyrsluna þrátt fyrir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús á laugardaginn. 

Alvin Bragg héraðssaksóknari í Manhattan sagðist staðráðinn í að endurtaka mál Weinstein. AP hefur eftir lögfræðisérfræðingum að það gæti liðið á löngu þar til að ljóst verður hvort málið verði tekið upp að nýju. Það stýrist af því hvort konurnar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað séu tilbúnar að bera vitnisburð aftur. Ein þeirra, Mimi Haley, sagðist vera enn að íhuga hvort hún myndi bera vitni við endurupptöku málsins. 

Saksóknarar gáfu út að Jessica Mann, ein kvennanna, væri tilbúin að bera vitni á ný. Þá lögðu þeir til að festa dagsetningu eftir verkalýðsdag Bandaríkjamanna, 2. september, fyrir endurupptöku málsins.

Við yfirheyrsluna sagði Aidala skjólstæðing sinn vilja sanna sakleysi sitt. „Þetta eru ný réttarhöld, nýr dagur,“ sagði hann í dag. 


Tengdar fréttir

Dómi Harvey Weinstein snúið við

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×