Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2024 06:59 Ísraelskir hermenn á svæði þar sem flutningabifreiðar sæta skoðun áður en þær fá að fara inn á Gasa með neyðargögn. AP/Ohad Zwigenberg Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira